Verkefni vika 5

Í þessari viku var ég mest í tölvuvinnu og pælingar með verkefnin framundan. Setti límmiðann minn í hurðagluggann. Hann sést ekki, það var nú það. Ég var svo spæld að ég er ekki búin að taka mynd af því. Þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Dettur í hug að setja dökkan bakgrunn, kannski virkar það. Þarf að leita ráða með þetta.

Get farið að prenta út límmiðann fyrir ljósið mitt og klárað það. Ætla að setja lógó Dýrakotsnammis á peysu sem ég á. Það verkefni ætla ég að klára í þessari viku. Ég er líka búin að taka ákvörðu með stóra smelluverkefnið. Þar ætla ég að búa til “smakkbox” fyrir fyrirtækið mitt. Ég er mjög spennt fyrir því. Ef vel tekst til verður það svo notað til að kynna Dýrakotsnammi í búðum og á sýningum.

verkefni vika 4

Var í mestum vandræðum með að skila síðustu viku og er ekki búin að leysa þennan “printscreen”vanda. Er búin að kalla til aðstoð.

Í þessari viku var ég að klára litla smelluverkefnið og halda áfram með límmiðaverkefnið. Smelluverkefnið er klárað og stráknum mínum fannst þetta svo flott að hann tók það með sér í skólann að sýna vinum sínum. Hér kemur myndin af því.

Verkefni í viku 2

Þessa viku varð lítið um verk í fablab. Komst bara í einn tíma þessa vikuna.  Stundum er þetta svona þegar það þarf að leysa mörg verkefni nánast á sama tíma. Ég meira segja reyndi að kreista aukaklukkutíma út úr sólarhringnum til að klára öll verkefnin sem lágu fyrir núna í vikunni.  Varð þó að endingu að sætta mig við að það eru bara 24 klst. í sólarhring og part úr því þarf víst að sofa svo maður virki þá klst.sem maður er vakandi.

Pælingar síðust viku breyttust þó nokkuð þennan tíma sem ég þó mætti. fígúran mín (langhundur) eða plattinn sem hún stendur á má bara vera 5 x 5 cm. Ég vann líka að því að klára límmiðaverkefnið.

lítið að sýna með myndrænum hætti þessa viku.  Er búin að taka frá góðan tíma fyrir inkscape í næstu viku.

Verkefni í viku 1

Frá því að skólinn byrjaði er búið að brasa ýmislegt í Fablab.  Fyrsta verkefnið var að búa til kassa og stjörnu í inkscape. Tengja formin saman og skera út í plexigleri.  Ég valdi að gera mína “kassastjörnu” að lyklakippu og efnið var appelsínugult plexígler (sjá mynd 1).Mynd 1

Næsta verkefni var að byrja á svokölluðu litla smelluverkefni. Það er fígúra að eigin vali sem stendur á platta.  Ég googlaði strax síðhærða langhunda og fann þessa fínu mynd. Ástæðan fyrir valinu er að ég á sjálf síðhærða langhunda, þau Nóru, Hómer og Tý. Snilldar hundar.  Ég á eftir einhverja vinnu í inkscape svo það er ekki enn komin fullskapaður hlutur úr því. Ég er þó búin að velja að hafa fígúruna mína í svörtu plexígleri á glærum platta væri enn betra ef þeir mættu vera tveir saman hundarnir og með trýnin saman,sjáum til hvort það sé hægt.

Fleira var gert í fyrstu viku því í síðasta tíma var farið í að undirbúa límmiðagerð. Ég var fljót að ákveða mig. Það er búið að vanta alveg að merkja útidyrahurðina hjá mér og skreyta glerið (sjá mynd 2). Mig langar að hafa götuheitið okkar í glugganum því gatan okkar er ómerkt. Er að velta því fyrir mér að hafa sandblásturslímmiða eða jafnvel að láta það skerast út.  Ég er búin að ákveða að hafa nöfnin á fjölskyldunni skorin út úr filmunni og hafa það í litla glugganum við hliðin á bréfalúgunni.Málið á glugganum er frekar stórt (85,2 x 53,3 cm).  Það er heldur stórt fyrir útskurð úr filmunni sem er til umráða fyrir mig í skólanum. Ég held að límiðar komi vel út.  Málið á litla glugganum er 14,5 x 14,5 cm svo það er passlegt fyrir útskurð.

Þegar maður fer að punkta þetta niður er bara heill hellingur búið að vera að gerast í tímum og þetta er fyrir utan hugmyndir sem eru að grillast í kollinum og ekki komnar niður á blað.  Spennandi verkefni framundan í Fablab. Ég er stax farin að hlakka til.

Verkefni í Fablab

Ég byrjaði að fylgjast með Fablab hér á Sauðárkróki meðan verið var að byggja húsnæðið sem hýsir Fablab í dag.  Hugmyndafræðin á bak við Fablab finnst mér einstaklega áhugaverð og spennandi.  Að “Jón Jónsson” geti fengið hugmynd og framkvæmt hana í Fablab með eins litlum tilkostnaði og hægt er finnst mér heillandi pæling.

Ég rek frumkvöðlafyrirtæki á Sauðárkróki sem heitir Dýrakotsnammi og framleiðir 100% hreint hundanammi og nagvörur fyrir hunda.  Áhugi minn á Fablab er tengdur rekstrinum mínum þar sem ég sé mikla möguleika að nýta mér Fablab.  Ég sé líka mikinn ávinning fyrir sjálfa mig.  Ég er búin að vinna nokkur verkefni í Fablab smiðjunni á Sauðárkróki en alltaf þurft mikla tölvuaðstoð til að ná árangri með Inkscape forritið.  Ég er með margar hugmyndir sem bíða vinnslu annaðhvort í kollinum á mér eða sem teikningar á blöðum hingað og þangað.  Hugmyndirnar hafa legið þar í þó nokkurn tíma og síðasta vor ákvað ég að gera eitthvað í málunum og skellti mér í FNV( Fjölbrautarskóli Norðurlans vestra) til að læra á Inkscape forritið. Hér ætla ég að skila verkefnum sem ég geri í Fablab.

Hello world!

Welcome to WordPress.com. After you read this, you should delete and write your own post, with a new title above. Or hit Add New on the left (of the admin dashboard) to start a fresh post.

Here are some suggestions for your first post.

  1. You can find new ideas for what to blog about by reading the Daily Post.
  2. Add PressThis to your browser. It creates a new blog post for you about any interesting  page you read on the web.
  3. Make some changes to this page, and then hit preview on the right. You can always preview any post or edit it before you share it to the world.