Verkefni í viku 1

Frá því að skólinn byrjaði er búið að brasa ýmislegt í Fablab.  Fyrsta verkefnið var að búa til kassa og stjörnu í inkscape. Tengja formin saman og skera út í plexigleri.  Ég valdi að gera mína “kassastjörnu” að lyklakippu og efnið var appelsínugult plexígler (sjá mynd 1).Mynd 1

Næsta verkefni var að byrja á svokölluðu litla smelluverkefni. Það er fígúra að eigin vali sem stendur á platta.  Ég googlaði strax síðhærða langhunda og fann þessa fínu mynd. Ástæðan fyrir valinu er að ég á sjálf síðhærða langhunda, þau Nóru, Hómer og Tý. Snilldar hundar.  Ég á eftir einhverja vinnu í inkscape svo það er ekki enn komin fullskapaður hlutur úr því. Ég er þó búin að velja að hafa fígúruna mína í svörtu plexígleri á glærum platta væri enn betra ef þeir mættu vera tveir saman hundarnir og með trýnin saman,sjáum til hvort það sé hægt.

Fleira var gert í fyrstu viku því í síðasta tíma var farið í að undirbúa límmiðagerð. Ég var fljót að ákveða mig. Það er búið að vanta alveg að merkja útidyrahurðina hjá mér og skreyta glerið (sjá mynd 2). Mig langar að hafa götuheitið okkar í glugganum því gatan okkar er ómerkt. Er að velta því fyrir mér að hafa sandblásturslímmiða eða jafnvel að láta það skerast út.  Ég er búin að ákveða að hafa nöfnin á fjölskyldunni skorin út úr filmunni og hafa það í litla glugganum við hliðin á bréfalúgunni.Málið á glugganum er frekar stórt (85,2 x 53,3 cm).  Það er heldur stórt fyrir útskurð úr filmunni sem er til umráða fyrir mig í skólanum. Ég held að límiðar komi vel út.  Málið á litla glugganum er 14,5 x 14,5 cm svo það er passlegt fyrir útskurð.

Þegar maður fer að punkta þetta niður er bara heill hellingur búið að vera að gerast í tímum og þetta er fyrir utan hugmyndir sem eru að grillast í kollinum og ekki komnar niður á blað.  Spennandi verkefni framundan í Fablab. Ég er stax farin að hlakka til.

Leave a comment