Verkefni í Fablab

Ég byrjaði að fylgjast með Fablab hér á Sauðárkróki meðan verið var að byggja húsnæðið sem hýsir Fablab í dag.  Hugmyndafræðin á bak við Fablab finnst mér einstaklega áhugaverð og spennandi.  Að “Jón Jónsson” geti fengið hugmynd og framkvæmt hana í Fablab með eins litlum tilkostnaði og hægt er finnst mér heillandi pæling.

Ég rek frumkvöðlafyrirtæki á Sauðárkróki sem heitir Dýrakotsnammi og framleiðir 100% hreint hundanammi og nagvörur fyrir hunda.  Áhugi minn á Fablab er tengdur rekstrinum mínum þar sem ég sé mikla möguleika að nýta mér Fablab.  Ég sé líka mikinn ávinning fyrir sjálfa mig.  Ég er búin að vinna nokkur verkefni í Fablab smiðjunni á Sauðárkróki en alltaf þurft mikla tölvuaðstoð til að ná árangri með Inkscape forritið.  Ég er með margar hugmyndir sem bíða vinnslu annaðhvort í kollinum á mér eða sem teikningar á blöðum hingað og þangað.  Hugmyndirnar hafa legið þar í þó nokkurn tíma og síðasta vor ákvað ég að gera eitthvað í málunum og skellti mér í FNV( Fjölbrautarskóli Norðurlans vestra) til að læra á Inkscape forritið. Hér ætla ég að skila verkefnum sem ég geri í Fablab.

Leave a comment